Valur íslandsmeistari


Smelltu hér fyrir snjalltækja útgáfu.

Valur Íslandsmeistari karla í handbolta eftir sigur í einvígi við FH, 3-2.
Þetta mun vera 22. titill þessa merka félags.

Oddaleikurinn sem var haldinn sunnudaginn 21. Maí í Kaplakrika, heimavelli FH-inga.
Mikil stemning var í byrjun leiks og leikmenn kynntir inn eins og í NBA.
Fullt var í stúkunni, en alls mættu 2150 áhorfendur að stiðja við bakið á sínu liði.

Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en sterkt lið Vals tók svo leikinn í sínar hendur.
Vörnin, sem er búin að einkenna lið Vals á tímabilinu átti stórleik.
Lokatölur 27 – 20 og Valsmenn þar með Íslandsmeistarar 2017.

Óhætt er að segja að þetta tímabil var Valsmanna. Bikar- og Íslandsmeistarar.
Til hamingju með frábæra frammistöðu Valsmenn !

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6/3, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Einar Rafn Eiðsson 3, Ágúst Birgisson 2, Óðinn Þór Ríkharðsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1, Ísak Rafnsson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Jóhann Birgir Ingvarsson 1.

Varin skot FH: Ágúst Elí Björgvinsson 11, Birgir Fannar Bragason 4.

Mörk Vals: Josip Juric 5, Anton Rúnarsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Heiðar Aðalsteinsson 3/3, Vignir Stefánsson 3, Sveinn Aron Sveinsson 2, Alexander Örn Júlíusson 2, Ýmir Örn Gíslason 1, Orri Freyr Gíslason 1, Atli Karl Bachmann 1.

Varin skot Valur: Hlynur Morthens 8, Sigurður Ingiberg Ólafsson 15/1.

Valur Íslandsmeistarar 2017

www.sport360.is

Posted by Sport360.is on Monday, May 22, 2017

Athugasemdir

You may also like...