Fram er Íslandsmeistari kvenna 2017


Smelltu hér fyrir snjalltækja útgáfu.

Fram er Íslandsmeistari eftir hörku leik á heimavelli gegn sterku liði Stjörnunnar.
Leiknum lauk 27-26 og jafnframt vann Fram einvígið 3-1. Það var mikið undir fyrir bæði lið. Höllin var pökkuð og stemningin rafmögnuð.
Leikurinn fór hratt afstað og var það lið Stjörnunnar sem áttu fyrstu 5 mínútur leiksins. Eftir það hrakk Framliðið í næsta gír og gaf ekkert eftir það.
Markvarðslan og vörnin var til fyrirmyndar. Ragnheiður Júlíusdóttir gaf ekkert eftir og skoraði 9 stig í leiknum. Þetta feikna sterka lið Stjörnunnar var ekki tilbúið til að gefa sig.
Þær hjengu á herðum þeirra til leiksloka. Leiknum lauk svo með 1 stiga baráttu sem Fram leiddi eins og sannir íslandsmeistarar.
Markvarðslan var það sem skipti sköpum en Guðrún Ósk Maríasdóttir markvörður Fram varði 27 skot !
Verðskuldaður sigur hjá þessu fyrirmyndarliði Fram. 21. Íslandsmeistartitill Kvenna í handbolta, til hamingju Fram !
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Hildur Þorgeirsdóttir 7, Steinunn Björnsdóttir 4, Marthe Sördal 4, Guðrún Þóra Hálfdánar 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.
Varin skot Fram: Guðrún Ósk Maríasdóttir 27.

Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 9, Sólveig Lára Kjærnested 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Rakel Dögg Bragadóttir 3, Stefanía Theodórsdóttir 2, Esther Ragnarsdóttir 2.
Varin skot Stjörnunnar: Heiða Ingólfsdóttir 2, Hafdís Renötudóttir 3.

Athugasemdir

You may also like...