Stjarnan kom sér á toppinn – 360° myndir


Smelltu hér fyrir snjalltækja útgáfu.

Blikar tóku á móti Stjörnunni í 3. umferð Pepsí deildarinnar í gær. Stjarnan hafði betur og bar sigur af hólmi, 1:3 var niðurstaðan. Með þessum sigri setti Stjarnan sig á toppinn með 7 stig en Breiðablik situr á botni deildarinnar með 0 stig.

Jafnt var í fyrri hálfleik og voru bæði lið líkleg en þegar fór að líða á leikinn tók Stjarnan yfirhöndina. Fyrst mark leiksins kom á 57. mínútu þegar Brynjar Gauti Guðjónsson skallaði boltann í netið eftir stoðsendingu frá Jósef Kristni Jósefssyni.

5 mínútum seinna fengu Stjörnumenn vítaspyrnu sem Hólmbert Aron Friðjónsson tók en Gunnleifur Gunnleifsson varði en það dugði þó ekki til því Guðjón Baldvinsson náði frákastinu og lagði boltann í netið.
Á 71. mínútu náðu Blikar að minnka muninn eftir mark frá Aroni Bjarnasyni aðeins einni mínútu eftir að hann kom inná sem varamaður. Við þetta lífgaðist uppá sóknarleik Blika en það dugði þó ekki til og innsigluðu Stjörnumenn sigurinn á 94. mínútu þegar Hilmar Árni Halldórsson skoraði eftir stoðsendingu frá Baldri Sigurðssyni.
Góð byrjun hjá Stjörnunni sem deilir fyrsta sæti með KA og Val en Blikar sitja neðstir ásamt Skagamönnum
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendur: 1392

Breiðablik Stjarnan
BYRJUNARLIÐ
1 Gunnleifur Vignir Gunnleifsson  (M)(F) 1 Haraldur Björnsson  (M)
4 Damir Muminovic 2 Brynjar Gauti Guðjónsson
7 Höskuldur Gunnlaugsson 3 Jósef Kristinn Jósefsson
8 Arnþór Ari Atlason 4 Jóhann Laxdal
9 Hrvoje Tokic 7 Guðjón Baldvinsson
10 Martin Lund Pedersen 8 Baldur Sigurðsson  (F)
11 Gísli Eyjólfsson 9 Daníel Laxdal
15 Davíð Kristján Ólafsson 10 Hilmar Árni Halldórsson
21 Viktor Örn Margeirsson 19 Hólmbert Aron Friðjónsson
26 Michee Efete 20 Eyjólfur Héðinsson
30 Andri Rafn Yeoman 29 Alex Þór Hauksson
MÖRK
19 Aron Bjarnason  Mark 72 2 Brynjar Gauti Guðjónsson  Mark 57
7 Guðjón Baldvinsson  Mark 62
10 Hilmar Árni Halldórsson  Mark 90+4
ÁMINNINGAR OG BROTTVÍSANIR
26 Michee Efete  Áminning 62 7 Guðjón Baldvinsson  Áminning 60
7 Höskuldur Gunnlaugsson  Áminning 87
SKIPTINGAR
19 Aron Bjarnason  Inn 71 19 Hólmbert Aron Friðjónsson  Út 70
13 Sólon Breki Leifsson  Inn 71 12 Heiðar Ægisson  Inn 70
21 Viktor Örn Margeirsson  Út 71
9 Hrvoje Tokic  Út 71
11 Gísli Eyjólfsson  Út 81
16 Ernir Bjarnason  Inn 81

 

Athugasemdir

You may also like...