Valur 25 – 28 FH

Annar leikur í baráttunni um Íslandsmeistaratilinn í handbolta fór fram í Valshöllinni í dag. Valsmenn tóku á móti FH-ingum eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti og héldu eins til tveggja marka forystu allan fyrri hálfleik.

Staðan 15-13 eftir 30 mínútna leik en FH-ingar létu það ekki aftra sér og komu sterkir inn í seinni hálfleik. FH-ingar settu pressuna ofar í vörninni og byrjaði þá Birkir Fannar, markmaður FH-inga, að verja hvern boltann á fætur öðrum.

Á 37. mínútu kemst FH yfir og héldu þeir forystunni nokkuð örugglega allan leikinn þrátt fyrir sterkann sóknarleik Valsmanna. 25-28 lokatölur, FH í vil. Markahæstur var Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður FH-inga, en hann skoraði 9 mörk. Staðan er því 1-1 í þessu einvígi og verður næsti leikur í Kaplakrikanum þann 16. maí næstkomandi en miðað við stöðuna eins og er virðist skipta litlu máli hvort spilað sé á heimavelli eða ekki.

 

Valur :
Anton Rúnarsson 6
Orri Freyr Gíslason 5
Vignir Stefánsson 3
Alexander Örn Júlíusson 3
Sveinn Aron Sveinsson 3
Ýmir Örn Gíslason 2
Ólafur Ægir Ólafsson 1
Sveinn José Rivera 1
Josip Juric Gric 1

Varin skot:
Sigurður Ingiberg Ólafsson 6
Hlynur Morthens 3
Mörk FH (víti):
Gísli Þorgeir Kristjánsson 10
Ásbjörn Friðriksson 5 (4)
Einar Rafn Eiðsson 4
Ágúst Birgisson 3
Óðinn Þór Ríkharðsson 3
Jóhann Karl Reynisson 1
Jóhann Birgir Ingvarsson 1
Arnar Freyr Ársælsson 1

Varin skot (víti):
Birkir Fannar Bragason 13 (1)
Ágúst Elí Björgvinsson 3

Athugasemdir

You may also like...